Sagan
Karlakór Keflavíkur var stofnaður 1. desember 1953 og hefur starfað óslitið síðan, eða í 56 ár. Á síðastliðnu ári hafa verið skráðir 45 söngmenn, en í vetur eru 35 virkir félagar. Óvenjulega mikið starf hefur farið fram hjá kórnum á undanförnum tveimur árum. Má þar meðal annars telja útgáfu á diskinum „Þú lýgur því“, sem inniheldur lög eftir popptónskáld okkar Suðurnesjamanna; Rúnar Júlíusson, Magnús og Jóhann, Magnús Kjartansson, Gunnar Þórðarson og fleiri. Kórinn hefur komið fram við flestöll meiriháttar tækifæri á vegum sveitarfélagsins auk jarðarfara og hefðbundinna tónleika. Þá hefur kórinn tekið þátt í starfi kirkjunnar og meðal annars sungið við messur.
Facebooksíða Karlakórs Keflavíkur