Sagan
Karlakór Kópavogs var stofnaður 16. okt. 2002. Kórinn er því ungur að árum og enn að slíta barnsskónum. Framan af var kórinn fámennur en hefur vaxið ásmegin undanfarin ár og nú er svo komið að söngfélagar eru yfir 60 talsins. Karlakór Kópavogs hefur haldið reglulega tónleika í gegnum árin og sungið við margvíslegar aðrar uppákomur, t.d. karlakóramótum sem aðili að Sikk, Sambandi íslenskra karlakóra. Kórinn hefur í gegnum tíðina verið í samstarfi við bæði innlenda og erlenda tónlistamenn og kóra, einnig hefur kórinn tekið þátt í leikverkinu Njálu í Borgarleikhúsinu. Söngskrá kórsins hefur staðið saman af klassískum verkum yfir í nútímalegri sönglög eftir innlenda og erlenda höfunda.
Vefsíða Karlakórs Kópavogs