Sagan
Karlakórinn Þrestir var stofnaður árið 1912 af Friðriki Bjarnasyni tónskáldi og kennara í Hafnarfirði og er nú að hefja sitt 97. starfsár. Við sem erum meðlimir í þessum elsta karlakór landsins erum ákaflega stoltir af því að vera hluti af jafn glæsilegri sögu og raun ber vitni. Jafnframt er okkur ljós sú ábyrgð sem á okkur hvílir, ábyrgð sem lýtur að því að viðhalda þessari karlakóra hefð og finna jafntfram nýjar lendur til að sigra.
Fullir bjartsýni leggjum við nú af stað undir styrkri stjórn Jóns Kristins Cortez og vonumst til að geta uppfyllt þær væntingar sem áhangendur kórsins og aðrir tónlistarunnendur gera til Þrasta og helst gott betur.
Vefsíða Karlakórsins Þrestir