Karlakórinn Hreimur

Sagan

Karlakórinn Hreimur var stofnaður í janúar 1975. Kórfélagar, sem í dag eru um 60, láta ekki miklar vegalengdir aftra sér frá því að stunda sitt áhugamál og sækja hollan og uppörvandi félagsskap sem gefur þeim mikla lífsfyllingu.

Kórinn hefur farið í sjö utanlandsferðir, gefið út sex plötur og geisladiska. Í apríl 2005, hélt kórinn afmælistónleika í Háskólabíói. Þar komu fram fjölmargir gestasöngvarar sem áður höfðu komið fram á “Vorfagnaði”, einni helstu menningarsamkomu Þingeyinga, t.d. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Birgitta Haukdal, Ragnar Bjarnason, auk Marimba hljómsveitar Hafralækjarskóla.