Sagan
Karlakór Rangæinga var stofnaður 1990 og er því að ná bílprófsaldrinum um þessar mundir. Söngmenn eru orðnir 53 úr öllum hreppum Rangárþings að einum undanskildum. Núna eru 14 í fyrsta tenór, 14 í öðrum tenór, 14 í fyrsta bassa og 11 í öðrum bassa.
Fyrstu fimm árin stjórnaði Gunnar Marmundsson kórnum en eftir það Guðjón Halldór Óskarsson. Æft er tvisvar í viku frá því í byrjun september fram í apríl. Reynt er að halda tvenna tónleika heima í héraði á hverju söngári. Auk þess syngur kórinn við ýmis tækifæri, innan héraðs og utan.
Árið 2003 var farið í mikla söngferð til Ungverjalands, heimkynna Laslós og 2005 var farið til frænda okkar Færeyinga og Tórshavnar Manskór sóttur heim.