Karlakórinn Ernir

Sagan

Karlakórinn Ernir varð til er kórarnir í Bolungarvík, Þingeyri og Ísafirði sameinuðust árið 1983. Farnar hafa verið tónleikaferðir til Skagafjarðar, Akureyrar og Þingeyjarsýslu, Reykjavíkur og Borgarfjarðar, að ógleymdum ferðum til Wales, Finnlands og Rússlands, Færeyja , Póllands og Ungverjalands.

Eftir nokkurra ára dvala var ákveðið að blása lífi í kórinn að nýju haustið 2002. Efldist hann síðan ár frá ári og fetar nú nýjar jafnt sem hefðbundnar leiðir í tónlistarflutningi sínum. Kórinn heldur ár hvert jóla- og vortónleika í Bolungarvík, á Ísafirði og Þingeyri auk þess að fara í tónleikaferð á suðurfirði Vestfjarða. Þá tók kórinn þátt í Heklumóti á Húsavík 1. nóvember 2008 og stóð fyrir Heklumóti á Ísafirði 21. apríl 2012.

Vefsíða Karlakórsins Ernis