Sagan
Karlakórinn Söngbræður hefur starfað í Borgarfirði síðan 1978, en það haust hófu nokkrir menn í innstu sveitum héraðsins að syngja saman fjórraddað í félagsheimili sínu, Búðarási. Það var um það bil þrefaldur kvartett. Fyrstu árin gekk þessi sönghópur, þá enn nafnlaus, hægum og hikandi skrefum út í lífið, en efldist smá saman að fjölda og getu jafnframt því sem félagssvæði hans stækkaði og nær nú um mest allt héraðið. Oft hafa söngmenn verið um 30 vetur hvern en árið 1999 voru þeir um 40. En mikill fjöldi manna hafa sungið með kórnum um lengri eða skemmri tíma. Æft var fyrst í Brúarási, en síðan í Logalandi, Reykholti, Þinghamri og Hvanneyri
Karlakórinn Söngbræður
Formaður: Gunnar Örn Guðmundsson
Ásvegi 10 Hvanneyri, 311 Borgarnes
s. 437-0030, 892-5666 gunnarogelsa@gmail.com